Lærðu að bregðast við þegar um rafmagnsslys er að ræða.
Þetta myndband er hluti af verkefninu “Lærðu að bjarga mannslífi” sem unnið var í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Þórunn Lárusdóttir. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.
-
Myndbandið var unnin í samstarfi við
Skyndihjálp
Rafmagnsslys
Í þessu myndbandi lærir þú að veita einstaklingi sem hefur fengið rafmagnsstuð viðeigandi skyndihjálp.
Áður en þú snertir einstaklinginn, reyndu að rjúfa strauminn, annað hvort með því að taka tækið úr sambandi eða slá út rafmagninu í rafmagnstöflunni.
Þrjár sviðsmyndir geta komið upp sem ráðast af ástandi þess slasaða.
Sviðsmynd 1: Einstaklingurinn er með meðvitund
Sviðsmynd 1: Einstaklingurinn er með meðvitund
Skoðaðu hvort brunasár eru á húðinni þar sem straumurinn fór inn og út úr líkamanum.
1 - Kældu brunann með vatni
Kældu brunann með vatni í að minnsta kosti 5 mínútur eða þar til sársaukinn er horfinn.
2 - Hringdu í Neyðarlínuna 112
Hringdu ávallt í Neyðarlínuna 112 ef um rafmagnsslys er að ræða, þar sem áverkar geta verið innvortis.
Sviðsmynd 2: Einstaklingurinn er meðvitundarlaus en andar eðlilega
Sviðsmynd 2: Einstaklingurinn hefur misst meðvitund en andar eðlilega.
1 - Settu í hliðarlegu
Settu einstaklinginn í hliðarlegu.
2 - Hringdu í Neyðarlínuna 112
Hringdu í Neyðarlínuna 112.
3 - Kældu brunann
Settu eitthvað kalt á brunann þar til sjúkrabíllinn kemur á staðinn.
Sviðsmynd 3: Einstaklingurinn er meðvitundarlaus og andar ekki eðlilega
Einstaklingurinn hefur misst meðvitund og andar ekki eðlilega.
1 - Hringdu í Neyðarlínuna 112
Hringdu í Neyðarlínuna 112.
2 - Endurlífgun
Byrjaðu endurlífgun.
Loading comments ...