Lærðu að beita réttum aðferðum við að stöðva blæðingu.
Þetta myndband er hluti af verkefninu “Lærðu að bjarga mannslífi” sem unnið var í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Valur Freyr Einarsson. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.
Myndbandið var unnin í samstarfi við
Skyndihjálp:
Blæðing
Í þessu myndbandi lærir þú að veita viðeigandi skyndihjálp ef blæðir úr einstaklingi.
Skyndihjálp:
1 - Þrýstu á sárið
Þrýstu tafarlaust beint á sárið, notaðu hreina hanska, plastpoka eða klút til að forðast smit.
2 - Hjálpaðu einstaklingnum að leggjast niður
Leggðu einstaklinginn á bakið.
Ef það er aðskotahlutur í sárinu, ekki reyna að fjarlægja hann því það gæti valdið aukinni blæðingu.
3 - Hringdu á neyðarlínuna 112
Ef þú þarft að yfirgefa sjúklinginn til að hringja á aðstoð, biddu viðkomandi að þrýsta á sárið.
Ef einstaklingurinn er ófær um það: settu þrýstingsumbúðir á sárið, með klút og grisju áður en þú ferð frá og sækir aðstoð ef þess gerist þörf.
4 - Hlúðu að einstaklingnum
Hlúðu að einstaklingnum og fylgstu með ástandi hans þar til sérhæfð aðstoð berst.
Loading comments ...