Sjáðu hverskonar skyndihjálp á að veita ef einstaklingur fær áverka á kvið.
Lærðu að veita lífbjargandi aðstoð í gegnum skyndihjálpamyndböndin okkar sem unnin voru í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Þórunn Lárusdóttir. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.
Myndbandið var unnin í samstarfi við
Skyndihjálp
Áverki á kvið
Í þessu myndbandi lærir þú að meðhöndla áverka á kvið.
Alltaf ætti að taka áverka á kvið alvarlega.
Skyndihjálp:
1 - Hringdu í Neyðarlínuna 112
Hringdu strax í Neyðarlínuna 112
2 - Leggðu einstaklinginn á bakið
Komdu einstaklingnum fyrir í þægilegri stöðu, helst á bakinu með hné beygð svo hann geti slakað á kviðvöðvunum og líðið betur.
3 - Settu umbúðir á sárið
Settu hreinar sáraumbúðir eða hreint handklæði eða fatnað á sárið.
Best er að setja sótthreinsaða grisju yfir sárið og festa hana á þrjá vegu en skilja þá fjórðu eftir opna.
4 - Breiddu yfir þann slasaða
Breiddu yfir einstaklinginn til að koma í veg fyrir að hann fari í lostástand.
Ef það er aðskotahlutur fastur í sárinu, ekki reyna að fjarlægja hann.
Ef það blæðir mikið úr sárinu, þrýstu á sáraumbúðirnar til að stöðva blæðinguna.
Ef sárið er opið og innyfli standa út, settu raka grisju yfir þau. Reyndu ekki að ýta þeim aftur inn í kviðarholið.
Loading comments ...