Lærðu að aðstoða einstakling sem hefur verið bitinn af skógarmítli.
Þetta verkefni okkar, sem tileinkað er skyndihjálp, var unnið í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Þórunn Lárusdóttir. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.
Myndbandið var unnin í samstarfi við
Skyndihjálp
Bit af völdum skógarmítils
Í þessu myndbandi lærir þú að meðhöndla einstakling sem hefur verið bitinn af skógarmítli.
Óráðlegt er að reyna að kæfa skógarmítil með því að nota bensín, alkahól eða önnur lífræn leysiefni - og alls ekki reyna að brenna hann með eldspýtu.
Skyndihjálp:
1 - Fjarlægðu skógarmítilinn
Náðu taki á mítlinum, eins nálægt húðinni og mögulegt er með þar til gerðri töng.
Snúðu og togaðu mítilinn varlega út.
Þú getur einnig notað fíngerða flísatöng.
Varastu að klípa fast um búkinn á mítlinum svo sýktur vökvi berist ekki frá mítlinum yfir í húð einstaklingsins.
2 - Sótthreinsaðu
Hreinsaðu sárið með spritti eða bakteríudrepandi kremi eða vökva.
3 - Fylgstu með ástandi
Ef einstaklingurinn fær útbrot eða bletti á húð, hita eða flensulík einkenni hafðu samband við lækni.
Sumir skógarmítlar geta smitað fólk af sjaldgæfum en alvarlegum sjúkdómi sem heitir Lyme sjúkdómur, hann er hægt að meðhöndla með sýklalyfjum og bólusetningu.
Loading comments ...