Is this subtitle correct?

Skyndihjálp: Slag

398,121 views
Back to the program
Resources and description

Lærðu að þekkja einkenni slags og hvernig beita skal viðeigandi skyndihjálp.

Þetta verkefni okkar, sem tileinkað er skyndihjálp, var unnið í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Valur Freyr Einarsson. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.

Loading comments ...

Myndbandið var unnin í samstarfi við

Skyndihjálp:

Slag

Í þessu myndbandi lærir þú að þekkja einkenni slags og hvernig veita á viðeigandi skyndihjálp.

Slag (heilablóðfall) felur í sér skert blóðflæði til heilans.

Einkenni slags

Einkenni slags koma skyndilega:

1 - Máttleysi í andliti

Andlitið virðist máttlaust öðrum megin.

2 - Talerfiðleikar

Einstaklingurinn á erfitt með að tala.

3 - Dofi í útlimum

Einstaklingurinn er dofinn eða á erfitt með að lyfta öðrum handlegg eða fæti.

4 - Höfuðverkur

Einstaklingurinn kann að vera með höfuðverk.

5 - Sjóntruflanir

Einstaklingurinn er með skert sjónsvið eða sér tvöfalt.

Skyndihjálp:

1 - Láttu einstaklinginn setjast eða leggjast niður

Láttu fara vel um einstaklinginn og láttu hann leggjast niður ef hægt er.

2 – Hringdu á hjálp

Hringdu í Neyðarlínuna 112, eins fljótt og þú getur.

Því fyrr sem einstaklingurinn fær viðeigandi meðferð þeim mun minni líkur eru á alvarlegum afleiðingum eða dauða.

Leggðu á minnið hvenær fyrstu einkenni slagsins gerðu vart við sig, tímasetningar geta skipt máli við meðferð.

3 - Ekki gefa viðkomandi að drekka

4 - Ekki gefa einstaklingnum neitt að borða

Sjáðu til þess að einstaklingurinn hvílist alveg og ekki gefa honum neitt að drekka eða borða, þar sem einstaklingurinn getur átt erfitt með að kyngja

Haltu áfram að fylgjast með meðvitund og öndun á meðan beðið er eftir aðstoð.

Download

Next video

Sikana - Skyndihjálp: Tannáverkar
En poursuivant votre navigation sur ce site, vous acceptez l'utilisation de cookies pour vous proposer des services adaptés à vos centre d'intérêts. En savoir + OK