Sjáðu hvernig meðhöndla á alvarlegan bruna með einfaldri skyndihjálp.
Þetta myndband er hluti af verkefninu “Lærðu að bjarga mannslífi” sem unnið var í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Valur Freyr Einarsson. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.
Myndbandið var unnin í samstarfi við
Skyndihjálp
Alvarlegur bruni
Í þessu myndbandi lærir þú að bregðast við alvarlegum bruna.
Skyndihjálp:
1 - Fjarlægðu brunavaldinn
Ef þú getur, reyndu að fjarlægja orsakavaldinn, hver svo sem hann er.
Reyndu að stöðva einstaklinginn ef hann er á hlaupum.
Biddu hann um að rúlla sér á jörðinni eða kæfðu logana með teppi eða fatnaði.
2 - Hringdu í Neyðarlínuna
Hringdu í Neyðarlínuna, og fylgdu leiðbeiningunum sem þú færð um að setja vatn á brunasvæðið.
3 - Helltu vatni á brunasvæðið
Haltu brennda svæðinu undir köldu, ekki ísköldu, rennandi vatni.
Fjarlægðu föt sem eru í snertingu við brunasárið, en ekki reyna að losa fatnað sem er fastur við sárið.
4 - Láttu einstaklinginn leggjast niður
Láttu einstaklinginn leggjast niður, nema bruninn sé á bakinu.
Sprengdu ekki brunablöðrur. Um leið og blaðra springur, þá opnast leið fyrir bakteríur að sárinu sem geta valdið sýkingu.
5 - Stífkrampasprauta?
Tryggðu að einstaklingurinn sé með gilda bólusetningu fyrir stífkrampa. Ef þú ert í vafa hafðu samband við lækni.
Bruni er álitinn alvarlegur ef hann: nær yfir stærra svæði en hálfa hönd einstaklingsins; hann er djúpur; hann er á viðkvæmum stað eins og andliti, höndum, liðum eða kynfærum; eða bruninn er af völdum eiturefna eða rafmagns.
Loading comments ...