Lærðu hvaða aðferðum má beita við að setja einstakling í hliðarlega.
-
Myndbandið var unnin í samstarfi við
Skyndihjálp:
Hliðarlega
í þessu myndbandi lærir þú að setja einstakling sem er meðvitundarlaus og andar eðlilega, í hliðarlegu.
Leggðu einstaklinginn á bakið og settu fætur hans saman, beint frá búknum.
Krjúptu við hlið viðkomandi.
Komdu þeim handlegg einstaklingsins sem er nær þér fyrir í réttu horni út frá líkamanum þín megin. Sjáðu til þess að framhandleggurinn vísi upp á við samhliða höfðinu.
Leggðu hina höndina þvert yfir brjóstkassann og haltu henni við vanga einstaklingsins.
Haltu þessari stöðu og þrýstu hönd sjúklingins áfram að vanga hans.
Notaðu lausu höndina þína til að grípa utan um hné einstaklingsins á fætinum sem er fjær þér. Lyftu fótleggnum en láttu fótinn hvíla á jörðinni.
Dragðu að þér bogna fótlegginn og veltu einstaklingnum að þér til að leggja hann á hliðina þannig að hnéið snerti gólfið.
Dragðu höndina varlega undan vanga einstaklingsins og passaðu um leið að höfuðið hreyfist ekki úr stað.
Komdu fætinum, sem þú dróst að þér, fyrir þannig að hné sé hornrétt við mjöðm.
Opnaðu munn einstaklingsins varlega, þannig að höfuðið hreyfist sem minnst.
Hlúðu vel að einstaklingnum og fylgstu náið með öndun þar til sérhæfð aðstoð berst.
Ef einstaklingurinn liggur á maganum og andar eðlilega getur þú látið hann vera í þeirri stöðu, mundu bara að sjá til þess að andlitið vísi til hliðar.
Loading comments ...