Is this subtitle correct?

Skyndihjálp: Húsbruni

340,401 views
Back to the program
Resources and description

Lærðu að bregðast við húsbruna.

Þetta verkefni okkar, sem tileinkað er skyndihjálp, var unnið í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Þórunn Lárusdóttir. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.

Loading comments ...

Myndbandið var unnin í samstarfi við

Skyndihjálp:

Húsbruni

Í þessu myndbandi lærir þú að bregðast rétt við ef upp kemur húsbruni.

Tvennskonar sviðsmyndir geta komið upp.

Sviðsmynd 1: Það logar eldur fyrir utan húsið þitt.

Sviðsmynd 1: Eldurinn logar fyrir utan húsið þitt.

1- Hringdu í Neyðarlínuna 112.

Hringdu í Neyðarlínuna 112 um leið og þú getur.

2 - Reyndu að þétta hurðina

Lokaðu öllum hurðum og þéttu bilið á milli gólfs og hurðar með röku handklæði.

3 - Skrúfaðu fyrir gas

Ef þú ert með gas inni á heimilinu skrúfaðu fyrir það ef þú getur.

4 - Vertu sýnileg/sýnilegur

Stattu við gluggann svo slökviliðið sjái þig.

Þú skalt einungis opna glugga ef slökkviliðsmennirnir gefa fyrirmæli þess efnis.

Farðu ekki út á stigagang og alls ekki nota lyftuna.

Sviðsmynd 2: Kviknað hefur í inni á heimilinu

Sviðsmynd 2: Kviknað hefur í inni á heimilinu þínu.

1 - Reyndu að slökkva eldinn

Reyndu að slökkva eldinn með blautum klút, slökkvitæki eða loki ef um er að ræða eld í potti eða á pönnu.

2 - Tryggðu eigið öryggi

Ef það er reykur í herberginu, skaltu skríða um og hylja munn og nef með rökum klút.

3 - Lokaðu hurðinni

Lokaðu dyrunum að rýminu þar sem eldurinn er.

4 - Skrúfaðu fyrir gas

Ef þú ert með gas inni á heimilinu skrúfaðu fyrir það ef þú getur.

5 - Hringdu í Neyðarlínuna 112

Hringdu í Neyðarlínuna 112 eins flótt og auðið er.

6 - Yfirgefðu húsið

Sjáðu til þess að allir yfirgefi húsið og gerðu nágrönnum viðvart um eldinn.

Notaðu ekki lyftu ef upp kemur bruni.

Download

Next video

Sikana - Skyndihjálp: Rafmagnsslys
En poursuivant votre navigation sur ce site, vous acceptez l'utilisation de cookies pour vous proposer des services adaptés à vos centre d'intérêts. En savoir + OK