Lærðu að bregðast við húsbruna.
Þetta verkefni okkar, sem tileinkað er skyndihjálp, var unnið í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Þórunn Lárusdóttir. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.
Myndbandið var unnin í samstarfi við
Skyndihjálp:
Húsbruni
Í þessu myndbandi lærir þú að bregðast rétt við ef upp kemur húsbruni.
Tvennskonar sviðsmyndir geta komið upp.
Sviðsmynd 1: Það logar eldur fyrir utan húsið þitt.
Sviðsmynd 1: Eldurinn logar fyrir utan húsið þitt.
1- Hringdu í Neyðarlínuna 112.
Hringdu í Neyðarlínuna 112 um leið og þú getur.
2 - Reyndu að þétta hurðina
Lokaðu öllum hurðum og þéttu bilið á milli gólfs og hurðar með röku handklæði.
3 - Skrúfaðu fyrir gas
Ef þú ert með gas inni á heimilinu skrúfaðu fyrir það ef þú getur.
4 - Vertu sýnileg/sýnilegur
Stattu við gluggann svo slökviliðið sjái þig.
Þú skalt einungis opna glugga ef slökkviliðsmennirnir gefa fyrirmæli þess efnis.
Farðu ekki út á stigagang og alls ekki nota lyftuna.
Sviðsmynd 2: Kviknað hefur í inni á heimilinu
Sviðsmynd 2: Kviknað hefur í inni á heimilinu þínu.
1 - Reyndu að slökkva eldinn
Reyndu að slökkva eldinn með blautum klút, slökkvitæki eða loki ef um er að ræða eld í potti eða á pönnu.
2 - Tryggðu eigið öryggi
Ef það er reykur í herberginu, skaltu skríða um og hylja munn og nef með rökum klút.
3 - Lokaðu hurðinni
Lokaðu dyrunum að rýminu þar sem eldurinn er.
4 - Skrúfaðu fyrir gas
Ef þú ert með gas inni á heimilinu skrúfaðu fyrir það ef þú getur.
5 - Hringdu í Neyðarlínuna 112
Hringdu í Neyðarlínuna 112 eins flótt og auðið er.
6 - Yfirgefðu húsið
Sjáðu til þess að allir yfirgefi húsið og gerðu nágrönnum viðvart um eldinn.
Notaðu ekki lyftu ef upp kemur bruni.
Loading comments ...