Is this subtitle correct?

Skyndihjálp: Sykursýki - svimi

258,745 views
Back to the program
Resources and description

Lærðu þá skyndihjálp sem nauðsynlegt er að veita sykursýkissjúklingi sem finnur fyrir svima.

Þetta myndband er hluti af verkefninu “Lærðu að bjarga mannslífi” sem unnið var í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Þórunn Lárusdóttir. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.

Loading comments ...

Myndbandið var unnin í samstarfi við

Skyndihjálp:

Sykursýki - svimi

Í þessum hluta lærir þú að þekkja helstu einkenni blóðsykurfalls og hvernig veita á viðeigandi skyndihjálp.

Sykursýki er sjúkdómur þar sem vinnsla líkamans á sykri fer úr skorðum og ójafnvægi verður á blóðsykri.

Þegar að blóðsykurinn er í ójafnægi, of lágur eða of hár, getur einstaklingurinn fundið fyrir einkennum svo sem svima.

Ef þú kemur að sykursjúkum einstaklingi í vanda byrjaðu á að fá staðfest að viðkomandi sé með sykursýki.

Ef einstaklingurinn sjálfur ræður ekki við að meðhöndla einkennin gætu tvennskonar sviðsmyndir komið upp.

Sviðsmynd 1: Einstaklingurinn er með meðvitund

Sviðsmynd 1: Einstaklingurinn er með meðvitund og getur borðað og drukkið.

1 - Láttu einstaklinginn setjast niður

Í slíkum tilfellum, hjálpaðu einstaklingum að setjast niður.

2 - Gefðu einstaklingnum sykur

Hvettu hann til að drekka og borða eitthvað með sykri.

Ef þú ert í vafa um hvort einstaklingurinn sé með of lágan eða of háan blóðsykur meðhöndlaðu hann eins og um blóðsykurfall sé að ræða því ástandið getur verið lífhættulegt. Of hár blóðsykur þróast á lengri tíma og veldur ekki eins bráðri hættu.

Þegar svimakastið er liðið hjá, láttu einstaklinginn hvíla sig og leitaðu læknis.

Sviðsmynd 2: Einstaklingurinn er meðvitundarlaus eða órólegur

Sviðsmynd 2. Einstaklingurinn hefur misst meðvitund eða er órólegur eða illa áttaður.

Í tilviki sem þessu þá getur þú ekki gefið einstaklingnum neinn sykur.

1 - Hliðarlega

Settu einstaklinginn í hliðarlegu.

2 - Hringdu í Neyðarlínuna

Hringdu umsvifalaust í Neyðarlínuna 112.

Download

Next video

Sikana - Skyndihjálp: Marglyttustunga
En poursuivant votre navigation sur ce site, vous acceptez l'utilisation de cookies pour vous proposer des services adaptés à vos centre d'intérêts. En savoir + OK