Lærðu að bregðast við áverkum á tönnum.
Þetta verkefni okkar, sem tileinkað er skyndihjálp, var unnið í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Þórunn Lárusdóttir. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.
Myndbandið var unnin í samstarfi við
Skyndihjálp
Tannáverkar
Í þessu myndbandi lærir þú að bregðast við áverkum á tönnum.
Þrennskonar sviðsmyndir geta komið upp:
1 - Úrslegin tönn
Sviðsmynd 1: Tönnin hefur dottið úr tannbeðinu:
Reyndu ekki að setja tönnina aftur á sinn stað.
1 - Skolaðu
Láttu einstaklinginn skola á sér munninn með hreinu vatni.
2 - Þrýstu á sárið
Stöðvaðu blæðinguna með því að þrýsta með hreinni grisju á sárið.
3 - Geymdu tönnina
Gættu þess að snerta ekkert nema tönnina sjálfa. Snertu ekki rótina en á henni gætu verið lifandi frumur.
Settu tönnina í saltvatnslausn eða nýmjólk.
4 - Farðu strax til tannlæknis
Komdu einstaklingnum til tannlæknis eins fljótt og vera má.
Því fyrr sem þú bregst við þeim mun meiri líkur eru á að bjarga tönninni.
2 - Tönnin hefur færst úr stað
Sviðsmynd 2: Tönnin hefur færst úr stað en er enn í tannbeðinu:
1 - Hreyfðu ekki við tönninni
Reyndu að hreyfa tönnina ekki úr stað.
2 - Farðu strax til tannlæknis
Farðu með einstaklinginn til tannlæknis eins fljótt og mögulegt er.
Því fyrr sem þú bregst við, þeim mun meiri líkur eru á að hægt verði að bjarga tönninni.
3 - Tönnin er brotin eða flísast hefur upp úr henni
Sviðsmynd 2: Tönnin hefur brotnað:
1 - Geymdu tannbrotið
Finndu tannbrotið og settu það í saltvatnslausn eða nýmjólk.
2 - Farðu strax til tannlæknis
Farðu strax með einstaklinginn til tannlæknis.
Loading comments ...