Is this subtitle correct?

Skyndihjálp: Hjartastuðtæki

1,333,427 views
Back to the program
Resources and description

Lærðu hvernig gefa á einstaklingi hjartastuð eftir hjartastopp.

Þetta myndband er hluti af verkefninu “Lærðu að bjarga mannslífi” sem unnið var í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Valur Freyr Einarsson. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.

Loading comments ...

Myndbandið var unnin í samstarfi við

Skyndihjálp:

Hjartastuðtæki

Í þessu myndbandi lærir þú að nota hjartastuðtæki þegar einstaklingur fer í hjartastopp.

Skyndihjálp:

1 - Meðvitund?

2 - Hringdu á aðstoð

Ef einstaklingurinn bregst ekki við áreiti, þegar þú talar við hann eða hristir varlega axlir hans, kallaðu á aðstoð nærstaddra ef þú ert ein(n) á ferð.

Veltu einstaklingnum á bakið.

3 - Öndun eðlileg?

Kannaðu hvort öndun er eðlileg með því að setja aðra höndina á ennið og fingurgóma hinnar handarinnar undir hökuna.

Þrýstu höfðinu varlega aftur og lyftu hökunni til að opna öndunarveginn.

Ef þú sérð brjóstkassann ekki lyftast, heyrir hvorki öndunarhljóð né finnur andardrátt þá andar einstaklingurinn ekki eðlilega.

4 - Hringdu í Neyðarlínuna 112

Hringdu í Neyðarlínuna 112.

5 - Hjartastuðtæki

Biddu einhvern nærstaddan að sækja hjartastuðtæki.

6 - Endurlífgun

Á meðan þú bíður eftir hjartastuðtækinu byrjaðu hjartahnoð á miðjan beran brjóstkassan á hraðanum tvö hnoð á sekúndu.

Ef enginn annar er til aðstoðar, ekki hefja endurlífgun farðu fyrst og náðu í hjartastuðtæki ef það er til taks næsta í nágrenni.

7 - Fylgdu leiðbeiningum

Þegar hjartastuðtækið er komið á staðinn, kveiktu strax á því og fylgdu leiðbeiningum tækisins.

Taktu rafskautin úr umbúðunum, losaðu filmuna af þeim og límdu bæði rafskautin á brjóstkassann eins og leiðbeiningar á pakkningunni sýna.

Gættu þess að enginn snerti sjúklinginn á meðan tækið greinir hjartsláttinn.

Fylgdu leiðbeiningum hjartastuðtækisins sem gefur til kynna hvort þú átt að gefa rafstuð eða halda áfram hjartahnoði.

Haltu áfram að endurlífga þar til sérhæft björgunarfólk er komið á staðinn og tekur yfir endurlífgunartilraunir eða einstaklingurinn fer að anda eðlilega aftur.

Tækið má einnig nota á börn og ungabörn, en venjulega eru notuð önnur millistykki eða rafskaut.

Ef slíkur búnaður er ekki til taks er óhætt að nota hjartastuðtæki sem er ætlað fullorðnum. Settu þá annað rafskautið á brjóstkassann en hitt á bakið í brjóstkassa hæð.

Download

Next video

Sikana - Skyndihjálp: Flog/krampar
En poursuivant votre navigation sur ce site, vous acceptez l'utilisation de cookies pour vous proposer des services adaptés à vos centre d'intérêts. En savoir + OK