Lærðu að veita einstaklingi með flog viðeigandi skyndihjálp.
Lærðu að veita lífbjargandi aðstoð í gegnum skyndihjálpamyndböndin okkar sem unnin voru í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Þórunn Lárusdóttir. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.
Myndbandið var unnin í samstarfi við
Skyndihjálp:
Flog/krampar
Í þessu myndbandi lærir þú að veita einstaklingi sem fær flog skyndihjálp.
Meðan á floginu stendur:
Meðan á floginu stendur:
1 - Hreyfðu einstaklinginn ekki úr stað
Reyndu ekki að hreyfa einstaklinginn úr stað.
2 - Rýmdu svæðið
Fjarlægðu alla hluti í umhverfinu sem gætu valdið skaða eða meiðslum.
3 - Verðu höfuðið
Hindraðu ekki hreyfingar einstaklingsins, en verðu viðkomandi fyrir áverkum með því að setja eitthvað mjúkt undir höfuðið
Settu ekkert á milli tannanna eða í munninn.
Eftir flogið:
Eftir flogið, ef einstaklingurinn er ekki með meðvitund:
1 - Fylgstu með öndun
Sveigðu höfuðið aftur til að tryggja opinn öndunarveg og kannaðu hvort öndun er eðlileg.
2 - Hliðarlega
Leggðu einstaklinginn í hliðarlegu.
Sjáðu til þess að ekkert hindri eðlilega öndun.
Haltu kyrru fyrir hjá sjúklingnum þar til hann er kominn til meðvitundar.
Þetta gæti tekið nokkrar mínútur.
3 - Hringdu á Neyðarlínuna 112.
Hringdu umsvifalaust í Neyðarlínuna.
Tilgreindu ef:
Flogið hefur staðið yfir í meira en 2 mínútur eða hefur endurtekið sig.
Sjúklingurinn er barn að aldri.
Einstaklingurinn vaknar ekki.
Viðkomandi hefur aldrei áður fengið flogakast.
Loading comments ...