Sjáðu hvernig losa á aðskotahlut úr öndunarvegi ungabarns sem er við það að kafna.
Þetta verkefni okkar, sem tileinkað er skyndihjálp, var unnið í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Valur Freyr Einarsson. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.
Myndbandið var unnin í samstarfi við
Skyndihjálp:
Köfnun ungabarna
Í þessu myndbandi lærir þú að losa aðskotahlut úr öndunarvegi hjá ungabarni sem er yngra en eins árs.
Þrjár sviðsmyndir geta komið upp.
Sviðsmynd 1: Barnið andar eðlilega
Sviðsmynd 1: Barnið andar enn eðlilega.
1 - Gerðu ekki neitt
Fylgstu með ástandi barnsins, en ekkert annað; hósti er besta leitin til að losa aðskotahlut og betri en nokkur skyndihjálp.
Sviðsmynd 2: Barnið er hætt að anda en er með meðvitund
Sviðsmynd 2: Barnið er hætt að anda en er enn með meðvitund.
1- Sláðu fimm sinnum á bakið
Sláðu fimm sinnum á bakið.
Leggðu ungabarnið á grúfu yfir framhandlegginn og láttu höfuðuð vísa niður.
Reyndu að styðja við höfuðuð með því halda andlitinu í lófa þínum, án þess að þrýsta á hálsinn.
Sláðu þéttingsfast allt að fimm sinnum á milli herðahlaðanna með þykkhendinni.
2 - Þrýstu fimm sinnum á brjóstkassann
Ef barnið andar ekki skaltu snúa því við og þrýsta fimm sinnum á brjóstkassann.
Settu framhandleggginn á þér við bakið á barninu og haltu við höfuðið.
Snúðu barninu við.
Höfuð barnsins á að vísa niður á við.
Settu tvo fingur á miðjan brjóstkassan.
Þrýstu brjóstkassanum niður um einn þriðja að þykkt hans.
Þrýstu allt að fimm sinnum á brjórskassan.
Sláðu fimm sinnum á bakið og þrýstu fimm sinnum á brjóstkassann til skiptis þar til barnið fer að anda eðlilega.
Sviðsmynd 3: Barnið andar ekki eðlilega og og hefur misst meðvitund
Sviðsmynd 3: Barnið andar ekki lengur eðlilega og hefur misst meðvitund.
Leggðu barnið á flatt og hart yfirborð.
1 - Hringdu í Neyðarlínuna 112
Hringdu tafalaust í Neyðarlínuna.
2 - Endurlífgun
Byrjaðu endurlífgun með því að skiptast á að hnoða 30 sinnum og blása tvisvar til skiptis, ef þú getur.
Ef ekki, þrýstu eingöngu á brjóstkassann, á hraðanum tvö hnoð á mínútu.
Ef barnið fer ekki að anda eðlilega, haltu áfram þar til sérhæfð aðstoð berst.
Loading comments ...