Lærðu að beita endurlífgun ef barn fer í hjartastopp.
Lærðu að veita lífbjargandi aðstoð í gegnum skyndihjálpamyndböndin okkar sem unnin voru í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Valur Freyr Einarsson. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.
Myndbandið var unnin í samstarfi við
Skyndihjálp:
Endurlífgun barna
Í þessu myndbandi lærir þú að framkvæma endurlífgun ef barn á aldrinum 1 til 12 ára fer í hjartastopp.
Skyndihjálp
1 - Meðvitund?
Ef barnið missir meðvitund, kallaðu eða hringdu á hjálp í Neyðarlínuna 112.
Veltu barninu á bakið.
2 - Eðlileg öndun?
Kannaðu hvort að barnið andar eðlilega með því að leggja aðra höndina á ennið og fingurgóma hinnar handarinnar undir hökuna
Hallaðu höfðinu varlega aftur og lyftu hökunni til að opna öndunarveginn.
Ef þú sérð brjóstkassann ekki rísa og hníga og finnur hvorki né heyrir eðlilegan andardrátt, andar barnið ekki eðlilega.
3 - Hringdu í Neyðarlínuna 112
Hringdu í Neyðarlínuna og ef þú veist af hjartastuðtæki nálægt, farðu þá og sæktu það.
4 - Hjartastuðtæki?
Ef það er einhver annar á staðnum, biddu viðkomandi að sækja hjartastuðtæki.
5 - Endurlífgun
Ef ekkert hjartastuðtæki er tiltækt eða á meðan þú bíður eftir tækinu skaltu hefja endurlífgun.
Leggðu fyrst þykkhönd annarrar handar á miðjan brjóstkassann.
Gættu þess að axlirnar séu beint yfir hnoðstaðnum og handleggirnir beinir.
Endurlífgun
Hnoðaðu 30 sinnum
Hnoðaðu 30 sinnum, þrýstu brjóstkassanum niður um 1/3 af þykkt brjóstkassans.
Reyndu að hnoða stöðugt tvisvar sinnum á sekúndu.
Blástu 2 sinnum
Haltu áfram að hnoða 30 sinnum á brjóstkassann og blása 2 sinnum til skiptis.
Eða
Hjartahnoð
Ef þú getur ekki eða villt ekki blása skaltu eingöngu beita hjartahnoði.
Ef þú blæst í barnið, ekki gleyma að halla höfðinu aftur og opna þannig vel öndunarveginn. Fylgstu vel með því að brjóstkassinn lyftist.
Haltu áfram endurlífguninni, þar til barnið fer að anda eðlilega, sérhæft björgunarfólk eða hjartastuðtækið kemur á staðinn.
Endurlífgun barna
Fyrstu mínúturnar eftir hjartastopp getur verið að einstaklingurinn andi, grunnt og slitrótt .
Þetta eru ósjálfráðar hreyfingar og ekki má rugla þeim saman við eðlilega öndun.
Loading comments ...