Lærðu að bregðast við ef grunur leikur á kolsýringseitrun.
Lærðu að veita lífbjargandi aðstoð í gegnum skyndihjálpamyndböndin okkar sem unnin voru í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Þórunn Lárusdóttir. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.
Myndbandið var unnin í samstarfi við
Skyndihjálp:
Kolsýringseitrun
Í þessu myndbandi lærir þú að veita einstaklingi sem orðið hefur fyrir kolsýringseitrun viðeigandi skyndihjálp.
Þessi gastegund er litar- og lyktarlaus og veldur engum sársauka.
Í flestum tilfellum má rekja eitrun af þessu taki til bilana í gastækjum.
Tvær mismunandi sviðsmyndir geta komið upp.
Sviðsmynd 1: Einstaklingurinn er með meðvitund
Sviðsmynd 1: Einstaklingurinn er með meðvitund
Einstaklingnum líður ekki vel og kvartar um höfuðverk, jafnvægisleysi, ógleði og uppköst. Einstaklingurinn er veikur, hann finnur fyrir svima og gæti misst meðvitund. Í tilfellum sem þessum er ekki ólíklegt að um kolsýringseitrun sé að ræða.
1 - Opnaðu glugga
Opnaðu án tafar alla glugga og dyr en stefndu ekki eigin öryggi í hættu.
2 - Slökktu á tækinu
Ef þú getur skaltu slökkva á gastækinu sem grunur leikur á að leki og hafi valdið eitruninni.
3 - Farðu út með einstaklinginn
Komdu einstaklingnum út úr rýminu og í ferskt loft.
4 - Hjálpaðu í þægilega stöðu
Hjálpaðu einstaklingnum að koma sér fyrir í þægilegri stöðu
5 - Hringdu í Neyðarlínuna 112
Hringdu í Neyðarlínuna 112.
Sviðsmynd 2: Einstaklingurinn er meðvitundarlaus
Sviðsmynd 2: Þú kemur að meðvitundarlausum einstaklingi og sérð að það er gastæki í rýminu.
Þess vegna getur þú dregið þá ályktun að einstaklingurinn hafi orðið fyrir kolsýringseitrun eftir innöndun á eitruðu lofti.
1 - Opnaðu glugga
Opnaðu strax alla dyr og glugga, en stefndu ekki eigin öryggi í hættu.
2 - Slökktu á tækinu
Ef þú getur skaltu slökkva á gastækinu sem grunur leikur á að leki og hafi valdið eitruninni.
3 - Farðu út með einstaklinginn
Ef mögulegt er, skaltu fara með einstaklinginn út úr rýminu og í ferskt loft.
4 - Öndun eðlileg?
5 - Reyndu að bregðast við í samræmi við ástand einstaklingsins.
Gangtu úr skugga um það hvort einstaklingurinn andar eðlilega eða ekki og hagaðu viðbrögðum í samræmi við ástand hans.
Ef einstaklingurinn andar eðlilega þá skaltu setja hann í hliðarlegu. Hringdu svo í Neyðarlínuna 112, breiddu yfir einstaklinginn og fylgstu með ástandi hans þar til sjúkrabíllinn kemur.
Ef einstaklingurinn andar ekki eðlilega, hringdu í Neyðarlínuna 112 eða biddu einhvern nærstaddan að gera það. Byrjaðu endurlífgun með því að hnoða 30 sinnum og blása 2 sinnum til skiptis.
Ef þú kannt ekki, eða villt ekki blása í einstaklinginn, skaltu hjartahnoða viðstöðulaust, á taktinum tvö hnoð á sekúndu.
Loading comments ...