Sjáðu hvernig veita má skyndihjálp ef upp koma öndunarerfiðleikar.
Þetta myndband er hluti af verkefninu “Lærðu að bjarga mannslífi” sem unnið var í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Þetta myndband hefur verið talsett Valur Freyr Einarsson. Gakktu til liðs við okkur ef þú vilt vinna myndbönd með okkur.
Myndbandið var unnin í samstarfi við
Skyndihjálp:
Öndunarerfiðleikar
Í þessu myndbandi lærir þú að veita einstaklingi sem á erfitt með öndun skyndihjálp.
Skyndihjálp:
1 - Þægileg staða
Hjálpaðu einstaklingnum að setjast í þægilega stöðu og halla sér fram á við, það auðveldar öndun.
Eða hjálpaðu viðkomandi í einhverja aðra stöðu sem auðveldar öndun.
Hughreystu einstaklinginn.
2 - Meðferð
Hjálpaðu einstaklingnum að taka astmalyf, hafi læknir ávísað þeim.
3 - Fylgstu með
Ef einstaklingnum batnar ekkert, hann byrjar að blána eða missir meðvitund, hringdu í Neyðarlínuna 112.
4 – Bregðast við í samræmi við ástand einstaklingsins
Reyndu að bregðast við í takt við ástand sjúklingsins:
Ef einstaklingurinn missir meðvitund, en andar eðlilega, komdu honum fyrir í hliðarlegu, hringdu á Neyðarlínuna 112, breiddu eitthvað yfir einstaklinginn og fylgstu vel með ástandi hans þar til sérhæfð aðstoð berst.
Ef einstaklingurinn hættir að anda og það er ekkert hjartastuðtæki tiltækt, hringdu, eða láttu einhvern annan hringja á aðstoð og byrjaðu án tafar endurlífgun með því að hnoða 30 sinnum og blása tvisvar til skiptis.
Ef þú getur ekki eða villt ekki blása skaltu beita stöðugu hjartahnoði á taktinum tvö hnoð á sekúndu.
Loading comments ...